en hvað með,,,,,,

til dæmis hana Susie Rut sem sum ykkar kannski kannast við frá andlátsgreinunum.  Mættu hundrað manns á minningarhátíð um hana sem dó úr eiturlyfjaneyslu? Var einu sinni minningarhátíð fyrir hana?  Hundgreyiniu sem var misþyrmt er auðvitað sorglegur viðburður, en,,,,,ég bara kemst ekki yfir hversu mikla samúð þessi hundur fékk, en ekki ung stúlka sem dó vegna þessa krabbameins þjóðfélagsins.  Kannski er ég einn um þessa hugsun.


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta snýst ekkert um þennan eina hund sem var drepinn, heldur snýst þetta um dýravernd og þessa almennu firrun sem er í þjóðfélaginu. Þetta hundsgrey er orðin táknmynd fyrir því almenna virðingarleysi sem fólk hefur fyrir lifandi og dauðum hlutum.

Það er ekki hægt að líkja dauða eiturlyfjasjúklings við dauða saklauss hvolpagreys þar sem eiturlyfjasjúklingurinn kom sér sjálfur í sína eigin gröf. 

biki (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Bobbi Víkingur

Aldeilis einfalt.  Bara henni að kenna, ekki satt?  Hvað með manninn sem var ráðist á í hjólastólnum fyrir nokkrum mánuðum síðan.  Hann átti það bara skilið, er það ekki?   Ég er ekki að gagnrýna hlýhug fólks til dýra, ég er að gagnrýna að ekki virðist vera mikill hlýhugur gagnvart manneskjum.  En ég er víst einn um þetta.

Bobbi Víkingur, 30.6.2007 kl. 12:00

3 identicon

Jáhá! Afhverju getur fólk ekki bara verið ánægt með að það er vakin athygli á þessum hræðilega atburði með hundinn. Endalaust hvað með hitt og þetta sem er verra eða jafn slæmt. Þetta með Susie og með Lúkas er ekkert sambærilegt. Bæði sorglegir atburðir en mjög ólíkar atburðarrásir sem leiddu til dauða þeirra tveggja. Þetta sem þessir strákar eru sakaðir um að hafa gert hundinum finnst mér sýna svo mikla mannvonsku og grimmd af maður vill ekki trúa því að þetta sé til innra með fólki!

Ég er mjög ósammála því að þjóðfélagið hafi ekki samúð með fólki. Oftast verið að taka upp umræður um dóp, barnaperra, þunglyndi, fordóma, ofbeldi og fátækt meðal fólks. Kemur í eitthverjum bylgjum hvað er málefni dagsins. Afhverju er fólk að kvarta yfir því að hagsmunir dýra og ofbeldi gagnvart þeim komi í umræðuna?

betan (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:12

4 Smámynd: Bobbi Víkingur

En ef Lúkas hefði verið rotta en ekki hundur?

Bobbi Víkingur, 30.6.2007 kl. 23:38

5 identicon

Lúkas var hundur ekki rotta. Finnst þér eitthvað erfitt að sætta þig við staðreyndir málsins? En ef eitthver tæki upp á því að misþyrma rottu á svipaðan hátt myndi ég líka álita þann einstakling ansi siðblindan. Ég er ekki að tala þá um meindýraeyða, heldur að ná sér í dýr í þeim eina tilgangi að kvelja það. En síðan liggur líka smá munur í því að fæstar rottur eru gæludýr (þó að það sé nú alveg til slíkar rottur) og hafa ekki eiganda eða heila fjölskyldu sem syrgja og þurfa að lifa með vitneskjuna að góðum vini þeirra hafi verið gert svona hryllingur. Maður myndi nú vona að  þessir menn hefðu að minnsta kosti getað sett sig í spor eigandans sem er manneskja eins og þeir,  fyrst þeir gátu greinilega ekki sett sig í spor hundsins.

Nennti ekki að minnast á þetta áðan en "minningarhátíð"? Hátíð er orð sem er notað um fögnuð svona oftast. Minningarathöfn segir maður. Og jarðarför er minningarathöfn líka, svo Susie fékk sýna minningarathöfn. Vil samt taka fram að mér finnst það mjög sorglegt mál og finn líka til með fjölskyldu hennar. Bara skil ekki hvað þú ert að blanda því við hundsdráp.

Líka "viðburður"? Myndi ekki segja að morð væri viðburður? Atburður!

betan (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:19

6 Smámynd: Bobbi Víkingur

Takk fyrir leiðréttingarnar, alveg rétt hjá þér.  Ég hef búið hérna úti svo lengi að stundum gleymi ég réttu orðunum.  Hinsvegar skil ég ekki af hverju þú virðist ekki sjá hvað ég er að fara með þessu.  Umræða þjónar litlum tilgangi, það eru verkin sem tala.  Umhyggja gagnvart öllum lifandi verum er ekkert nema lofsverð, það sem ég er að reyna að benda á hinsvegar, er að hörmungar annarar manneskju virðast ekki snerta fólk lengur, en þegar dýr eru annars vegar þá verður allt vitlaust!  Ég nenni hinsvegar ekki að útskýra þetta lengur.  Ef þú ert ekki sammála, þá ertu ekki sammála.  Útrætt mál.

Bobbi Víkingur, 1.7.2007 kl. 00:53

7 identicon

Já skil vel íslenskan geti orðin pínu skrítin þegar maður hefur búið lengi erlendis. En hvernig færðu það út að hörmungar sem dynja yfir fólk snerti ekki aðra af því að morð á hundi sjokkerar þjóðina?  Ég hef lesið fleiri greinar eða blogg þar sem fólk er að hneykslast yfir því hvað þetta mál fær mikla athygli á meðan fólk í Afríku sveltur og fleira í þeim dúr. Ég er bara ekki alveg að skilja þetta hugarfar. Það er hræðilegt að fólk í Afríku sveltur og að það sé stríð og sjúkdómar í heiminum. En á það að réttlæta dýramisþyrmingum eða gera svona voðaverk léttvægari? Á bara ekki að fjalla um annað í fjölmiðlum en það sem er alvarlegast? Og hver ætti að ákveða hvað er þá fréttnæmt og hvað ekki?

Ég held að þetta mál fái svona mikla athygli vegna  þess að þetta er ekki orðin þreytt umræða eins og eiturefnastríð er til dæmis orðið. Það eru endalausar forvarna auglýsingar en ég held að ég hafi bara aldrei séð auglýsingu sem stuðlar að góðri meðferð dýra.

Síðan skil ég ekki alveg hjá þér "umræða þjónar litlum tilgangi verkin tala". Ef umræða um þetta hefði ekki komið af stað myndi örugglega enginn vita af þessu. Og hver veit nema að þessi umræða hafi skapað smá móral í þessum ljótu sálum sem ákváðu að gera greyið Lúkasi þetta. Og útfrá umræðunni var skipulögð kertavaka sem er jú "verk" sem þú varst að kvarta yfir. Eins og sú uppákoma er algjörlega saklaus. Það er ekki víst hvort eigandi hundsins fái nokkurn tímann að vita hvað varð af hræinu og fær þá ekki að jarða hann og kveðja hann á þann hátt. Ég er alveg viss um að kertavakan hafi hjálpað henni að sætta sig við sem gerðist og að finna fyrir stuðningi annara þegar maður syrgir er mjög dýrmætt. Og um leið var verið að vekja athygli á ofbeldi gegn dýrum. Hvernig er hægt að sjá eitthvað rangt við þetta, eða láta það trufla sig að fólk vilji hittast og kveikja á kertum? Sýnir bara að það manngæska til og fólk sem getur fundið til þegar slæmir hlutir koma fyrir aðra.

Ekkert við þettta mál bendir til þess að samfélagið hafi ekki samúð með öðru fólki. Það segir bara að fólk hefur líka samúð með dýrum.

p.s ég skil alveg hvert þú ert að fara, mér finnst þetta bara vera vitlaust hjá þér!

betan (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 01:53

8 Smámynd: Bobbi Víkingur

Það stóð ekki til að svara þér aftur en ég bara get ekki stillt mig.

Í fyrst lagi var ég ekki að 'kvarta' yfir kertavöku Lúkasar.  Mér finnst þetta sýna fallegar hliðar á mannskepnunni, þótt hún geti enn talað um að 'eiga' aðrar lifandi verur án þess að sjá neitt athugavert við það.  Ég var einungis að benda á að ekki veldur mannsdauði sama fjaðrafoki.  

Í öðru lagi þegar ég minntist á umræðu þá var ég að vísa í fyrri sendingu frá þér þar sem þú vísar í umræðu um hitt og þetta eins og það sýni að verið sé að taka á málum.  Fólk eins og þú, sem eyðir meiri orku í þvaðra heldur en að skilja, er vandamálið.

p.s. ég skil líka hvað þú ert að fara, mér finnst þetta bara vera bull hjá þér!

Bobbi Víkingur, 1.7.2007 kl. 03:59

9 identicon

Ert þú semsagt að kveljast yfir atburðum líðandi stundar, hversu illa er farið með fólk og hvernig heimurinn er í dag?

 Samt stundar þú viðskipti og tekur þátt í heiminum eins og hann er. Veit ekkert um þig og þína lífshætti, kannski ert þí sjálfboðaliði og gefur allt sem þú vinnur þér inn/átt til góðverka , mannskepnunni í hag...En mér finnst helvíti hart að fordæma og gera lítið úr tilraunum fólks til að bæta sitt daglega umhverfi og gera það öruggara og betra.

 Þessi minningarathöfn var yfirlýsing frá dýravinum, svona misþyrmingar eru ekki viðunandi. Svo vil ég líka benda þér á það að þessir drengir þarfnast augljóslega hjálpar,og til að svona komi ekki fyrir, þarf fræðslu og áróður...UMRÆÐU.

Ég VIL búa í samfélagi þar sem dýraníðingar eru ekki til, og þar sem fólk er ekki blint á hlutina. Hvað ef þetta hefði verið fatlaður einstaklingur eða barn(málleysingjar)? Misþyrmingar á dýrum eru oft byrjunin á feril (rað)morðingja, athugaðu það líka, þetta er hrein mannvonska.

 Ekki fara í dómaraleik, bara af því að fólk er blint á hlutina. Það eru sko ekki dýravinir sem eru blindir á eimsl fólks í heiminum, oftast er það hópur sem hefur hægar um sig...

Finndu þér annan blóraböggul!

Heiðrún (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 06:47

10 identicon

Þú segist ekki komast yfir því hversu mikla samúð hundurinn fékk? Afhverju er það að trufla þig? Ef þetta hefði verið gert við manneskju, sem sagt króuð af gg hefði engan séns á að verja sig og barin til dauða, heldurru að það myndi ekki vekja skelfingu og reiði? Þú ert endalaust að reyna að tengja þennan atburð við eitthvað samhengi sem er ekki til, á ekki við eða er ekki raunveruleikinn sem við þekkjum hann akkúrat núna.

Okey taka smá þátt í þessum "ef leik" þínum. Ef þetta hefði komið fyrir manneskju og hundinn á sama tíma, þá þætti mér líka skrítið ef hundurinn hefði fengið meiri athygli. Ekki af því að hundar eiga svona meðferð betur skilið, heldur vegna þess að það er fólk sem sér um fjölmiðla og við erum gjörn á það að hafa meiri samúð með þeim sem eru eins og við. Og líka það að í samfélginu okkar er mannslíf mun dýrmætara en dýra. Ætla ekki að taka afstöðu hvort það sé rétt eða rangt.

Það er ekki dauði hundsins sem vekur fjaðrafoki. Það er hvernig hann var drepin. Sem var algjörlega tilgangslaust strákar að skemmta sér við að kvelja og drepa dýr. Þeir gætu tekið manneskjuu næst fyrir. Þetta sem gerðist snertir allt samfélagið svona firring er örugglega til í fleira fólki en bara þessum strákum, og með umræðu er verið að koma því sterkt á framfæri að þetta sé ekki í lagi. Hvorki gagnvart fólki né dýrum.

Hvað ertu líka að meina fólk eins og ég, sem eyðir orku í að þvaðra en skilur ekki? Veistu það sem ég hef skrifað til þín er það eina sem ég hef skrifað um þetta mál. Og það varst þú sem áttir fyrsta orðið og byrjaðir á þvaðri? Síðan helduru áfram með algjört þvaður sem er bara komið í hringi. Og smá forvitni, veistu um eitthver betri úrræði til að reyna að byrja leysa vandamál sem eru samfélagstengd en með umræðu og fræðslu?

Á að vera þjóðarsorg í hvert skipti sem eitthver deyr úr sjúkdómi eða tekur of stóran skammt eða verður bara eldgamall og deyr? Ástvinir þessa fólks minnist þeirra og við sem vitum af fólki sem tengjist okkur finnum til með þeim. Síðan kemur grein í mogganum um líf og störf þessa fólks, og minningarathöfn er halidin. Það deyr fólk á hverjum degi! Dýr líka en ekki á þennan hátt. Þess vegna fær þetta athygli. Það ert þú sem virðist ekki skilja þetta!

betan (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 16:31

11 Smámynd: Dorje

Það er til fullt af fólki sem elska dýr meira en manneskjur....... rakst meira að segja á einn bloggara hérna sem lýsir því yfir að hún elski dýrin sín oft meira en mannskepnuna!

Dorje, 1.7.2007 kl. 19:37

12 Smámynd: Bobbi Víkingur

HAHAHA! þetta er bara eins og að tala við ameríkana.  það er ekkert hlustað, bara bullað og vitnað rangt í.  Meira jarmið.

Bobbi Víkingur, 2.7.2007 kl. 13:20

13 identicon

Geturu komið með dæmi um það að það sé verið að vitna rangt í þig?

betan (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:45

14 identicon

Eða bara dæmi um það hvernig þessar fréttir með hundinn og hversu alvarlega fólk hefur tekið þessu bitnar á eitthvern hátt á mannskepnunni kæri mannvinur minn!

betan (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:49

15 Smámynd: Bobbi Víkingur

" Þú segist ekki komast yfir því hversu mikla samúð hundurinn fékk?"

þetta sagði ég aldrei.  Auk þess sagði ég aldrei að samúðin sem Lúkas fékk bitnaði á mannskepnunni. 

Nenni ekki að útskýra frekar það sem er augljóst, vinsamlegast farðu að ofsækja einhvern annan með bullinu í þér.

Bobbi Víkingur, 2.7.2007 kl. 18:15

16 identicon

Afsakaðu mig, ég bara tók því sem gefnu að þú hefðir skrifað þetta efsta, með fyrirsögninni En hvað með,,,,,,. Þar stendur í þriðju línu "ég bara kemst ekki yfir hversu mikla samúð þessi hundur fékk" En jú kannski ertu núna að meina að þú hafir aldrei sagt þetta, bara skrifað þetta. Hvert er þessi heimur að fara þegar allir eru svona vitlausir nema þú.

Afhverju ertu að kvarta yfir samúðinni sem Lúkas fékk fyrst það skaðar engann? Síðan ertu alltaf að blanda mannfólkinu og hve litla samúð það hefur með öðru fólki við þetta mál. Er það bara út í bláinn? Ef fólk hefur samúð með dýrum hefur það oftast líka samúð með fólki líka. Geturru vinsamlegast sagt mér aftur hvað er að trufla þig við þetta mál?

Og veistu ég held að ég verði tíður gestur á síðunni þinni. Hef mjög gaman af þér!

betan (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:39

17 Smámynd: Bobbi Víkingur

jú andsk.. svona tekið úr samhengi mundi ég ekki eftir þessu. Aftur hefurðu rétt hjá þér.  Hins vegar ertu ennþá að segja að ég sé eittvhað að pirrast á samúðinni sem Lúkas fékk sem sýnir að þú ert ekki að skilja neitt.  

"Ef fólk hefur samúð með dýrum hefur það oftast samúð með fólki líka"  þetta er stórfurðuleg staðhæfing.  ég hef rætt við dýravini um þessi mál sem gráta og gnístra tönnum ef dýrum er misþyrmt, en finnst svo allt í lagi að gelda þroskahefta!  Ekki má gera tilraunir á dýrum, en þeim finnst ómetanlegt framlag Nasista til vísinda vegna tilrauna sem þeir gerðu á gyðingunum!

og svona rétt til að útskýra,,,ég er dýravinur líka.  Ég verð alveg jafn reiður og þú þegar ég les það sem var gert við Lúkas og ég er alveg jafn harður á móti tilraunum á dýrum og ég býst við að þú sért.  Ég er kannski meiri dýravinur en þú því mér finnst það viðhorf rangt að í lagi sé að "eiga" aðra lifandi veru því mér finnst dýr hafa alveg jafn mikinn tilverurétt og mannfólkið.  Viðhorfið sem ég er að gagnrýna sést best í því hversu gersamlega þú neitar að viðurkenna að ég hafi eitthvað til míns máls. 

Og veistu að ég hef skipt um skoðun.  Ekki hætta að svara vegna þess að ef þú hefðir ekki haldið áfram að nöldra þá hefði ég ekki rekið augun í mistökin sem ég gerði sjálfur.  Takk fyrir það og ég hlakka til að heyra í þér aftur.

Bobbi Víkingur, 3.7.2007 kl. 01:17

18 Smámynd: Bobbi Víkingur

"Og veistu ég held að ég verði tíður gestur á síðunni þinni. Hef mjög gaman af þér!"  mér fannst þetta reyndar bráðfyndið.

En segðu mér eitt.  Ég get ekki klikkað á nafnið þitt og séð þín blogg.  Reyndar er ég svo nýbyrjaður á þessu að kannski er ég að gera eitthvað vitlaust.  Ertu kannski bara í því að nöldra í öðrum?

Bobbi Víkingur, 3.7.2007 kl. 03:32

19 identicon

Nei ég blogga ekki  Ætti kannski að fara að byrja. Er bara með myspace. Og þú ert sá eini, sem ég þekki ekki, sem hefur fengið þann heiður, svo ég muni eftir að ég kommenti á blogg. Veit að það er örugglega erfitt að trúa því.

En ætli að við séum ekki í raun bara sammála með flest. Ég er rosalega mikill dýravinur líka. þrátt fyrir að ég tali nú um að eiga fuglinn minn. Held reyndar að samkomulagið á milli mannsins og dýrsins sem eigandi og eign sé í lagi á meðan eignin er ánægð. En finnst samt eitthvað til í því hjá þér. En fólk talar líka um að eiga börn svo.. held að sannir dýravinir líti ekki á dýrir sín sem  eign heldur sem vini. Síðan er annað fólk sem segist vera dýravinir en dýr eru í rauninni bara eitthvað sport með sýningum og glamúr. Síðan geta stundum dýrin litið svo á að við séum eign þeirra. Ég átti kött í mörg ár sem var mikið að spjalla við fólk þegar hún var úti að rölta, en ef ég svo mikið sem leit á annan kött varð hún alveg vitlaus!

Það eru auðvitað líka til fólk sem gleymir sér alveg í eitthverjum málefnum, t.d málefnum dýra og sjá ekkert annað og getur kannski komið með svona skrítnar staðhæfingar eins og þú nefnir að ofan. Held að fæstir séu samt þannig. Samt viðurkenni ég alveg að einstaklingar eins og þú ert að nefna eru vel til! Þetta er bara eins og nú á dögum heldur fólk að allir múslimar séu að skipuleggja hryðjuverk og sjá ekkert annað en heilagt stríð. Samt er það bara lítill hópur sem kemur slæmu orði á Islam. Eins með dýrafólkið, og það ýktasta verður bara því miður svo oft mest áberandi.

Og með það að ég neiti að þú hafir eitthvað til þíns máls. Ég var nú farin að hallast að því að við værum ekkert endilega með svo ólíkar skoðanir á þessu. Er smá þrjósk og búin að vera róleg helgi hjá mér.

betan (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 17:01

20 Smámynd: Bobbi Víkingur

"Er smá þrjósk,,,"  þetta er líka bráðfyndið.

 og fyrst við erum orðnir bestu vinir þá er kannski von fyrir Gyðingana og Arabana, ekki satt?

Bobbi Víkingur, 3.7.2007 kl. 18:40

21 identicon

Kannnski að við ættum að þýða samtöl okkar yfir á hebresku og arabísku og sýna þeim að allir geta náð sáttum á endanum og komist að niðurstöðu!

Spennandi fréttir samt.. er að spá í byrja að blogga! Læt þig vita!

Betan (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bobbi Víkingur
Bobbi Víkingur

Bloggvinir

Leita í fréttum mbl.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 496

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband